mánudagur, júní 04, 2007

Stiklað á stóru

Þá er verkefnatörninni og lokaprófunum lokið í bili. Búin að fá allar einkunninar og er nokkuð sátt. Á laugadaginn verður diplóma útskrift og í tilefni dagsins opið hús fyrir vini og vandamenn.

Skrapp til Liverpool um daginn með Hörpu frænku og lukkaðist ferðin vel. Komst í Oasis himnaríki bókstaflega, geggjuð útsala þar sem búðinni (Lewis) var að loka. Kíkti aðeins á barinn og uppgötvaði franskan martini, jammi, en láðist því miður að spyrja hvað væri í honum :/

Núna er ég hætt hjá Símanum og farin að vinna sem viðskiptastjóri hjá SPRON á Skólavörðustígnum og líkar mjög vel. Vá hvað það er margt sem hægt er að læra í þessu starfi.

Senn líður að því að ég fái hestana til mín, hlakka svo til!!! Þeir verða á sama stað og í fyrra, hólfinu góða í Mosó, búin að girða og núna er bara að bera á og hafa samband við flutningabíl.