sunnudagur, febrúar 17, 2008

Karlmenn!

Sverrir var eitt sinn á gangi á Laugaveginum þegar hann sá Berg vin sinn koma akandi á splunkunýjum jeppa. Bergur stoppaði að sjálfsögðu hjá honum og veifaði glottandi til hans. Sverrir gekk upp að bílnum. "Hvar í ósköpunum fékkstu eiginlega þennan jeppa?" spurði hann hissa. "Hún Stína gaf mér hann" svaraði Bergur glaðbeittur. "Gaf hún þér nýjan jeppa?" át Sverrir upp eftir honum. "Hvers vegna í ósköpunum?"
"Ég skal bara segja þér hvað gerðist,"sagði Bergur. "Við vorum í bíltúr um daginn, einhvers staðar uppi sveit . Allt í einu ók Stína út af veginum, setti jeppan í fjórhjóladrifið og keyrði eitthvað langt út í móa. Þegar hún var búinn að skröltast yfir hóla og hæðir stoppaði hún bílinn, fór út og klæddi sig úr öllum fötunum, lagðist á jörðina og sagði: "Beggi minn taktu það sem þú vilt!" "Svo ég tók jeppann." "Þú ert bráðsnjall," sagði Sverrir og kinkaði kolli. "Fötin hefðu hvort sem er aldrei passað á þig.

Hehehehehe...

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Á leiðinni heim...

Alltaf er maður jú á leiðinni heim en þeir eru óútreiknanlegir krókarnir sem verða á vegi manns. Síðastliðið sumar ákvað ég að flytja heim í Eyjafjörðin og var alveg harð ákveðin. Sendi hestana heim í sveitina og skráði mig á ráðningaþjónustur með skýrum og skilmerkilegum hætti að ég væri að leita mér að framtíðarstarfi á Akureyri. Eitthvað fóru sú fyrir mæli fyrir ofan garð og neðan hjá einni ráðningaþjónustunni og var ég boðuð í atvinnuviðtal fyrir starf í Reykjavík. Á þessi mistök leit ég á sem gott tækifæri til þess að æfa mig fyrir atvinnuviðtöl á Eyjafjarðarsvæðinu og skellti mér í viðtalið. Viti menn! Edda tók tilboðinu og er alveg alsæl í nýju vinnunni, í höfuðborginni. Já ég kem víst ekki alveg strax heim en leiðin liggur alltaf þangað.

Nú skil ég stráin

Nú skil ég stráin, sem fönnin felur
og fann þeirra vetrarkvíða.
Þeir vita það best, sem vin sinn þrá,
hve vorsins er langt að bíða.

Að haustnóttum sá ég þig sigla burtu,
og svo komi hinn langi vetur.
Þótt vald hans sé mikið, veit ég þó,
að vorið, það má sín betur.

Minningin talar máli hins liðna,
og margt hefur hrunið til grunna...
Þeir vita það best, hvað vetur er,
sem vorinu heitast unna.

En svo fór loksins að líða að vori
og leysa mjallir og klaka.
Ég fann, að þú varst að hugsa heim
og hlaust að koma til baka.

Þú hlýtur að vera á heimleið og koma
með heita og rjóða vanga,
því sólin guðar á gluggann minn,
og grasið er farið að anga.

Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
1895-1964