mánudagur, maí 19, 2008
Komin úr dvala
Blessuð og sæl öll sömul :O)
Eftir "nettar" ábendingar á bekkjarmótinu sl. helgi þess eðlis að ég væri ekki alveg að standa mig í blogginu var nú bara ekki hægt annað en að taka upp þráðinn.
Ég var búin að bíða spennt e. því að sjá hvað strákarnir væru orðnir kallalegir og stelpurnar kellingalegar en viti menn ´93 árgangurinn er eins og eðal koníak. Strákar þið hafið aldrei verið myndalegri og stelpur við erum allar skutlur!! Ef þið trúið mér ekki þá getið þið skoðað myndirnar á myndasíðunni hér til hliðar.
Talandi um myndir, Hafdís ég fann gamlar myndir af okkur í hesthúsinu með þeim Svarta-Pétri og Guddu. Sendi til þín um leið og ég kemst í skanna :O)
Því miður þá náði ég ekki að tala við eins marga og ég hefði kosið en náði þó að tala við vel flesta. Eftir að hafa hlustað á Einar Karl og Ósk segja frá slysinu sem þú lentir í Einar sl. sumar og vitandi það að þú ert komin aftur til starfa í sama starfið og opnar enn lokið sem nánast sprengdi þig í loft upp fær mig til að velta því fyrir mér hvaðan þú færð kjarkinn til að halda ótrauður áfram í starfi þínu.
Í morgun þegar ég mætti í vinnuna, á 6 hæð í Borgartúninu, varð mér litið út um gluggan. Við mér blöstu einir 8 byggingakranar hímandi yfir Sætúninu og 101 Skuggahverfi. Mér varð hugsað til þín Maggi Más, hvernig er að sitja þarna uppi í hífandi roki og stjórna þessu risa tæki? Þetta er ekkert grín, með gríðarlegar þyngdir á króknum sem sveiflast eins og pendúll!
Ein vinsælasta spurning bekkjarmótsins var án efa hvað ert þú að gera í dag? Eitt svarið sem ég fékk var "ég er bara í barneignafríi" Adda mín, ég hef aldrei heyrt um 3ja barna móðir sem er bara í fríi!
Daði Hrafn, BootCamp. Hvað ertu búinn að plata mig út í!!!
Þetta var ógleymanlegt kvöld, hlakka til að hitta ykkur öll að 5 árum liðnum.
Knús og kossar
Edda Kamilla
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)