Suma daga verður maður hreinlega að svala búfræðingum í sér og kíkja inn á www.bondi.is og bændablaðið. Það vildi svo skemmtilega til að í vikunni þegar ég var að vafra á þessum slóðum að ég rakst á mynd af kauða sem ég kannaðist eitthvað við. Við nánari athugun kom í ljós að þarna var á ferðinni Matti skólabróðir frá Hólum. Matti karlinn er ferðamálafrömuður að Suður-Bár í Grundarfirði og er nú farinn að blogga um bændur og sveitir, slóðin er;
http://sveita.blog.is/blog/sveita/ Alltaf gaman að fá fréttir af gömlum skólafélögum.
Tók mér pásu frá bókunum í gærkvöldi og kíkti í bíó með Hörpu frænku á The Last King Of Scotland, mæli alveg hiklaust með henni. Eftir bíóið skellum við frænka okkur á Ölstofuna góðu og skáluðum í hvítvíni yfir hinum ýmsu umræðum sem fram fóru í kringum okkur. Á næstu borðum mátti heyra óm af hugrökkum útlendingum reyna að hefja vitibornar samræður við drukkna íslendinga. Merkilegt með okkur íslendingana hvað áfengið virðist smyrja í okkur málbeinið og "glæða vitið", hver veit meira um málefni líðandi stundar en kenndur íslendingur? Nákvæmlega!
sunnudagur, mars 18, 2007
þriðjudagur, mars 13, 2007
Einu verkefni lokið, fjögur eftir
Já, mars hefur heldur betur verið "crazy" og kemur til með að vera það út mánuðinn. Það þýðir sko ekkert væl, nú er bara að bretta upp ermar, bíta á jaxlinn og klára verkefnin. Klikkar ekki múttu mottóið ;=). Þetta er allt að koma, diploma útskrift í júní, enginn sumarskóli og bara ein önn og Bs ritgerðin eftir. Úff, kannski er manni að takast að verða loksins "stór".
Ég gaf mér tíma í dag til að fara inn á ruv.is og hlusta á nýja evrovisiontextann, bara verð að segja það að ég fíla hann í botn. Go Big Red, Go ;)
Annars er fátt að frétta, maður er bara á kafi í bókum og límdur við tölvuskjáinn, veit varla hvað er að gerast í þjóðfélaginu :/
Ég gaf mér tíma í dag til að fara inn á ruv.is og hlusta á nýja evrovisiontextann, bara verð að segja það að ég fíla hann í botn. Go Big Red, Go ;)
Annars er fátt að frétta, maður er bara á kafi í bókum og límdur við tölvuskjáinn, veit varla hvað er að gerast í þjóðfélaginu :/
fimmtudagur, mars 01, 2007
Helgarfrí
Loksins, loksins helgarfrí. Jebbs, hvorki vinna né skóli hjá mér um helgina. Enga síður þá er maður nú búinn að plana alla helgina, svona er maður nú. Föstudag og laugardag kem ég til með að eyða uppí skóla í verkefnavinnu á milli þess sem ég ætla að taka feitt á því í ræktinni (ekki veitir af :/), smella mér í eins og einn ljósatíma og gott ef ekki í heitapottinn í laugardalslauginni. Ætli Jude Law verði kominn aftur? Á sunnudag ætla ég að skreppa austur og knúsa hestana mína og Litla bróður minn. Mamma verður eitthvað gott í matinn, sjáumst ; )
P.s. Mútta auðvitað færðu líka knús :)
P.s. Mútta auðvitað færðu líka knús :)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)