Já, mars hefur heldur betur verið "crazy" og kemur til með að vera það út mánuðinn. Það þýðir sko ekkert væl, nú er bara að bretta upp ermar, bíta á jaxlinn og klára verkefnin. Klikkar ekki múttu mottóið ;=). Þetta er allt að koma, diploma útskrift í júní, enginn sumarskóli og bara ein önn og Bs ritgerðin eftir. Úff, kannski er manni að takast að verða loksins "stór".
Ég gaf mér tíma í dag til að fara inn á ruv.is og hlusta á nýja evrovisiontextann, bara verð að segja það að ég fíla hann í botn. Go Big Red, Go ;)
Annars er fátt að frétta, maður er bara á kafi í bókum og límdur við tölvuskjáinn, veit varla hvað er að gerast í þjóðfélaginu :/
þriðjudagur, mars 13, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli