þriðjudagur, mars 13, 2007

Einu verkefni lokið, fjögur eftir

Já, mars hefur heldur betur verið "crazy" og kemur til með að vera það út mánuðinn. Það þýðir sko ekkert væl, nú er bara að bretta upp ermar, bíta á jaxlinn og klára verkefnin. Klikkar ekki múttu mottóið ;=). Þetta er allt að koma, diploma útskrift í júní, enginn sumarskóli og bara ein önn og Bs ritgerðin eftir. Úff, kannski er manni að takast að verða loksins "stór".

Ég gaf mér tíma í dag til að fara inn á ruv.is og hlusta á nýja evrovisiontextann, bara verð að segja það að ég fíla hann í botn. Go Big Red, Go ;)

Annars er fátt að frétta, maður er bara á kafi í bókum og límdur við tölvuskjáinn, veit varla hvað er að gerast í þjóðfélaginu :/

Engin ummæli: