...hefur verið töluvert í umræðunni í vikunni þar sem vangaveltur hafa verið uppi um hvort að "stórfyrirtæki" íslands muni taka upp ensku sem innanhúss tungumál. Sitt sýnist nú hverjum og átti ég athyglivert samtal við einn vinnufélagan minn sem stundar nám í þýðingafræðum. Þótti henni það nú ekki mikið að Landsbankinn myndi ráða til sín þýðendur sem færu í gegnum alla pósta fyrirtækisins, sem vörðuðu þau störf sem eru þar unnin, og láta þýða þá þannig að þeir væru bæði á íslensku og ensku (fyrir útlendinganna). Ég hugsaði bara "VÁ, hvað ætli það séu margir póstar!" En svona þar fyrir utan, hver erum við að setja slíkar kröfur á alþjóðlegt fyrirtæki, líkt og Landsbankinn er? Væri okkur ekki betra að líta okkur nær? Ganga á undan komandi kynslóðum með góðu fordæmi, með vel mæltri íslenska tungu? Við ætlumst til að þeir sem flytja inn í landi okkar sýni þá kurteisi að læra málið okkar, og hvað gerum við? Svörum þeim á ensku!! Við þurfum að líta okkur nær. Hvernig er það með fjölmiðlana okkar? Við látum okkur varða eignarhald þeirra en gerum við kröfur um íslenskt málfar þeirra? Nei, hef ekki orðið vör við það. Við þurfum að líta okkur nær. Gagnrýnum við þingmenn okkar fyrir málfar þeirra og orðaforða? Nei, við segjum bara Guðna Ágústsson tala skringilega. Við þurfum að líta okkur nær. Gætum byrjað á því að lesa skáldin okkar líkt og hann Guðni ráðleggur í Blaðinu í dag. Læt hér fylgja Stökur Jónasar Hallgrímssonar, svona til gamans.
Enginn grætur Íslending
einan sér og dáinn.
Þegar allt er komið í kring,
kyssir torfa náinn.
Mér er þetta mátulegt,
mátti vel til haga,
hefði ég betur hana þekkt,
sem harma ég alla daga.
Lifðu sæl við glaum og glys,
gangi þér allt í haginn.
í öngum mínum erlendis
yrki ég skemmsta daginn.
Sólin heim úr suðri snýr,
sumri lofar hlýju.
Ó, að ég væri orðinn nýr
og ynni þér að nýju!
laugardagur, september 22, 2007
miðvikudagur, september 19, 2007
Lestur góðra ljóða
Vafraði inn á skemmtilega síðu sem ég hef ekki uppgötvað fyrr en það er http://www.ljod.is/firstpage.php. Þarna gleymdi ég mér dágóða stund við lestur góðra ljóða. Hefði kannski betur sökkt mér að sama skapi í námsbækurnar, en hvað er nám? Er ekki hægt að draga dágóðan lærdóm af lestri góðra ljóða, lærdóm lífsins kannski?
Nú baðar jörð í blóði,
og barist er af móði,
og þessu litla ljóði
mun lítil áheyrn veitt.
Og þótt ég eitthvað yrki
um Englendinga og Tyrki,
má telja víst það virki
sem verra en ekki neitt.
Ég ligg hér einn og lúinn,
úr lífsins harki flúinn,
og vilja og vopnum rúinn
á vinsamlegum stað.
Manns hug ei hátt skal flíka,
ég hefi barist líka
og átt við ofraun slíka.
En ekki meira um það.
Vort líf er mikil mæða
og margt vill sárið blæða,
og knappt til fæðu og klæða
er kannske nú sem þá.
En samt skal sorgum rýma,
þótt sækist hægt vor glíma,
því eflaust einhverntíma
mun einhver sigri ná.
Og berjist þeir og berjist
og brotni sundur og merjist,
og hasli völl og verjist
í vopnabraki og gný.
Þótt borgir standi í báli
og beitt sé eitri og stáli,
þá skiptir mestu máli
að maður græði á því.
Hugleiðing um nýja heimstyrjöld, höf: Steinn Steinarr
Hver var aftur ástæðan fyrir því að farið var inn í Írak?
Nú baðar jörð í blóði,
og barist er af móði,
og þessu litla ljóði
mun lítil áheyrn veitt.
Og þótt ég eitthvað yrki
um Englendinga og Tyrki,
má telja víst það virki
sem verra en ekki neitt.
Ég ligg hér einn og lúinn,
úr lífsins harki flúinn,
og vilja og vopnum rúinn
á vinsamlegum stað.
Manns hug ei hátt skal flíka,
ég hefi barist líka
og átt við ofraun slíka.
En ekki meira um það.
Vort líf er mikil mæða
og margt vill sárið blæða,
og knappt til fæðu og klæða
er kannske nú sem þá.
En samt skal sorgum rýma,
þótt sækist hægt vor glíma,
því eflaust einhverntíma
mun einhver sigri ná.
Og berjist þeir og berjist
og brotni sundur og merjist,
og hasli völl og verjist
í vopnabraki og gný.
Þótt borgir standi í báli
og beitt sé eitri og stáli,
þá skiptir mestu máli
að maður græði á því.
Hugleiðing um nýja heimstyrjöld, höf: Steinn Steinarr
Hver var aftur ástæðan fyrir því að farið var inn í Írak?
þriðjudagur, september 18, 2007
Súper sumar!!!!!
Verð bara að segja það, magnað sumar!!!
Setti met í norðurferðum þetta sumarið, fór alls x4 án þess að tilefnin væru ýmist ferming eða jarðaför. Um verslunarmannahelgina fór ég með pabba og Úllu systir upp í Grána sem stendur við Geldingsá en hún rennur í Eystari Jökulsá sem rennur niður Austurdal. Það var alveg magnað, langaði helst ekki aftur til byggða. Stefni á að ganga næsta sumar frá Grána í Hildarsel og þaðan niður í Ábæ og Merkigil, hver vill koma með?
Fór á eitt ættarmót. Þar hittumst við niðjar Eiríks afa og Ömmu Klöru. Klara frænka fór á kostum fyrir okkur hinum, hélt okkur öllum vel við efnið :o) Já, það var nú engin lægð yfir mannskapnum, hehe bara gaman.
Gekk x2 á Esjuna og hafði báðar ferðirnar af, ótrúlegt alveg þar sem að formið er meira svona fyrir Úlfarsfellið :o/ Er enn á leiðinni í boot camp...
Hestarnir eru komnir norður í gott atlæti til þeirra Siggu og Kalla í Hólum. Straumur fór til að byrja með til Lúlla í Möðrufelli í tamningu, já tamningamaðurinn sendi hestinn sinn í tamningu!! Hann var þar í 6 vikur og ég er mjög ánægð með árangurinn, Lúlli þú átt gott hrós skilið fyrir vel unnið verk ;o) Máni minn meiddi sig á framfæti um daginn en það er allt að gróa, þökk sé þeim Gesti dýralækni og Bjössa frænda í Hólakoti. Bjössi tók hann Mána að sér og sá um að þrífa sárið og bera á það, Gestur kom svo reglulega og fylgdist með. Takk strákar mér þykir mjög vænt um þetta :o)
Sjálf stefni ég norður eftir áramótin en þá á ég vonandi aðeins e. BS ritgerðina, gangi allt að óskum. Markmiðið er að komast inn í Mastersnám við HA næsta haust. Hver veit ...
Setti met í norðurferðum þetta sumarið, fór alls x4 án þess að tilefnin væru ýmist ferming eða jarðaför. Um verslunarmannahelgina fór ég með pabba og Úllu systir upp í Grána sem stendur við Geldingsá en hún rennur í Eystari Jökulsá sem rennur niður Austurdal. Það var alveg magnað, langaði helst ekki aftur til byggða. Stefni á að ganga næsta sumar frá Grána í Hildarsel og þaðan niður í Ábæ og Merkigil, hver vill koma með?
Fór á eitt ættarmót. Þar hittumst við niðjar Eiríks afa og Ömmu Klöru. Klara frænka fór á kostum fyrir okkur hinum, hélt okkur öllum vel við efnið :o) Já, það var nú engin lægð yfir mannskapnum, hehe bara gaman.
Gekk x2 á Esjuna og hafði báðar ferðirnar af, ótrúlegt alveg þar sem að formið er meira svona fyrir Úlfarsfellið :o/ Er enn á leiðinni í boot camp...
Hestarnir eru komnir norður í gott atlæti til þeirra Siggu og Kalla í Hólum. Straumur fór til að byrja með til Lúlla í Möðrufelli í tamningu, já tamningamaðurinn sendi hestinn sinn í tamningu!! Hann var þar í 6 vikur og ég er mjög ánægð með árangurinn, Lúlli þú átt gott hrós skilið fyrir vel unnið verk ;o) Máni minn meiddi sig á framfæti um daginn en það er allt að gróa, þökk sé þeim Gesti dýralækni og Bjössa frænda í Hólakoti. Bjössi tók hann Mána að sér og sá um að þrífa sárið og bera á það, Gestur kom svo reglulega og fylgdist með. Takk strákar mér þykir mjög vænt um þetta :o)
Sjálf stefni ég norður eftir áramótin en þá á ég vonandi aðeins e. BS ritgerðina, gangi allt að óskum. Markmiðið er að komast inn í Mastersnám við HA næsta haust. Hver veit ...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)