þriðjudagur, september 18, 2007

Súper sumar!!!!!

Verð bara að segja það, magnað sumar!!!

Setti met í norðurferðum þetta sumarið, fór alls x4 án þess að tilefnin væru ýmist ferming eða jarðaför. Um verslunarmannahelgina fór ég með pabba og Úllu systir upp í Grána sem stendur við Geldingsá en hún rennur í Eystari Jökulsá sem rennur niður Austurdal. Það var alveg magnað, langaði helst ekki aftur til byggða. Stefni á að ganga næsta sumar frá Grána í Hildarsel og þaðan niður í Ábæ og Merkigil, hver vill koma með?

Fór á eitt ættarmót. Þar hittumst við niðjar Eiríks afa og Ömmu Klöru. Klara frænka fór á kostum fyrir okkur hinum, hélt okkur öllum vel við efnið :o) Já, það var nú engin lægð yfir mannskapnum, hehe bara gaman.

Gekk x2 á Esjuna og hafði báðar ferðirnar af, ótrúlegt alveg þar sem að formið er meira svona fyrir Úlfarsfellið :o/ Er enn á leiðinni í boot camp...

Hestarnir eru komnir norður í gott atlæti til þeirra Siggu og Kalla í Hólum. Straumur fór til að byrja með til Lúlla í Möðrufelli í tamningu, já tamningamaðurinn sendi hestinn sinn í tamningu!! Hann var þar í 6 vikur og ég er mjög ánægð með árangurinn, Lúlli þú átt gott hrós skilið fyrir vel unnið verk ;o) Máni minn meiddi sig á framfæti um daginn en það er allt að gróa, þökk sé þeim Gesti dýralækni og Bjössa frænda í Hólakoti. Bjössi tók hann Mána að sér og sá um að þrífa sárið og bera á það, Gestur kom svo reglulega og fylgdist með. Takk strákar mér þykir mjög vænt um þetta :o)

Sjálf stefni ég norður eftir áramótin en þá á ég vonandi aðeins e. BS ritgerðina, gangi allt að óskum. Markmiðið er að komast inn í Mastersnám við HA næsta haust. Hver veit ...

Engin ummæli: