Já og ekki veitti af. Nýju lífi blásið í hann Blesa og vonandi tekst mér bráðlega að koma inn myndaalbúmi fyrir fjölskyldur og vini að skoða. Já það er allt í bígerð.
Það sem er að gerast:
Gunnar bróðir er að skíra um helgina, Óðinn heitir drengurinn. Til hamingju með drenginn Gunnar og Hrabba :)
Þær Magga Steina og Jana urðu loksins stórar og fagna nú 30 ára afmælum sínum, til hamingju stelpur :)
En þar sem aldurinn mun fljótlega ná á fleiri Sveinsínum fljótlega ákvað ég að láta meðfylgjandi mynd fljóta með sem áminningu um það sem gæti gerst í fjarlægri framtíð.
Stefni á skemmtiferð til Bandaríkjanna í sumar, af til efni af 30 ára afmælinu á árinu, með Hörpu frænku og jafnvel einhverjum co. Ekki verra að hafa ofurleiðsögugúrúinn með í för og svo er hún svo magnaður djammari líka ;)
Er enn að vinna hjá Símoni frænda og komin í aukavinnu hjá SPRON sem er helv. fínt. Aðsjálfsögðu er ég enn í 100% námi við uppáhalds skólann minn, HR.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli