Úff já það er ekkert grín að halda þessu MySpace-i úti. Þegar maður er loksins búin að velja sér útlit og tónlist þá fær maður vírus í heimsókn!! Þannig að núna er ég komin með nýtt MySpace með nýju útliti og tónlist. Allt á kostnað bloggsins :o/ Slóðina má finna hér til hægri á síðunni.
Þremur miðannaprófum er nú lokið í bili og eitt er á mánudaginn, hver mínúta skipulögð í þaula. Gaf mér þó tíma til að fara í Krónuna og versla eitt og annað í ískápinn, aðallega pepsi max í tilefni nammidagsins á morgun! Þegar ég var að raða í pokann fékk ég símtal frá henni Jönu vinkonu og við skelltum okkur saman á Nings að borða. Klikkar ekki lambakjötið á Nings, mjúkt undir tönn, bragðgóð sósan og msg frítt og góður félagsskapur.
föstudagur, október 05, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli