fimmtudagur, janúar 10, 2008

Uppfærsla

Á ýmsu hefur dunið frá síðustu færslu, enda um 3 mánuðir liðnir. Prófum er lokið og gengu þau ekki alveg eins og áætlað var :o/ Þessa önnina verð ég aðeins að skrifa B.Sc ritgerðina en við verðum tvær sem skrifum hana saman. Ég er svo heppin með að hafa hana Gunni með mér í ritgerðarskrifunum, hún er alveg frábær! Við hittum leiðbeinandan okkar í fyrsta skipti í dag, en við erum svo lánsamar að fá hann Jón Sigurðsson. Maður fann það vel á fyrsta fundi að þarna er vanur leiðbeinandi á ferð.

Ég er búin að vera vinna hjá SPRON með skólanum en er núna farin að huga að framtíðarstarfi. Mest af öllu þá langar mig að flytja norður, já sveitin togar. En auðvitað vega og þættir líkt og tækifæri til starfsreynslu og laun miklu um val á starfi. Ekkert er jafn óspennandi og að hjakka í sama farinu um ókomandi ár.

Á nýju ári eru hestarnir mínir orðnir aðeins þrír, Blesi, Straumur og Máni. Hann Logi var felldur í Hólakoti eftir að hafa slasast illa á fæti, samkvæmt dýralækni var ekkert annað hægt að gera. Blessuð sé minning hans. Klárarnir mínir þrír búa við gott atlæti í Ysta-Gerði.

Árið 2008 byrjar með óvissunni, hlakka til að vita hvaða tækifæri bíða handan við hornið :o)

Engin ummæli: