fimmtudagur, janúar 17, 2008
Byrjuð í nýju vinnunni
Á miðvikudag byrjaði ég í nýju vinnunni minni hjá VBS og leggst hún vel í mig. Einu sinni í viku förum við vinnufélagarnir saman í hádeginu og spilum fótbolta. Eftir fyrstu 15 min. stóð ég bókstaflega á öndinni, úff og til að toppa þetta endanlega lét ég hafa mig út í það að skrá mig á fótboltamót á Akureyri um þar næstu helgi. En það verður gott að renna fram í sveit og knúsa hestana :o) Núna um helgina verður haldið að Flúðum í sumarbústað. Þar ætlum við stelpurnar að hittast líkt og undan farin ár. Ég hlakka til að hitta ykkur Sínur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Takk fyrir síðast, leit við á bloggrúnti.
sjáumst, kveðja, Ósk
Skrifa ummæli