laugardagur, september 20, 2008

Konan og verðbréfasalinn


Tvær konur eru á gangi í skógi þegar þær hitta frosk. Froskurinn kallar á þær og segir:”Ég er verðbréfasali, en ill álög breyttu mér í frosk. Ef þið kyssið mig breytist ég til baka”.

Önnur konan grípur froskinn og treður honum í töskuna sína. Hin konan horfir undrandi á aðgerðir konunnar og spyr:”Af hverju ertu að troða honum í töskuna þína, heyrðurðu ekki hvað hann sagði, hann er verðbréfasali”

“Jú, jú” segir hin, “ég heyrði alveg í honum, en eins og markaðir eru núna er bara miklu gróðavænna að eiga talandi frosk.”

Fengið af http://brandarar.net


fimmtudagur, júní 05, 2008

Einn góður


Ég lifi góðu lífi, sagði sjómaðurinn. Ég sef frameftir á morgnana, fiska dálítið, leik mér við börnin mín, tek "siesta" með konunni, rölti niður í þorpið á kvöldin og fæ mér vínglas og leik á gítar með vinum mínum.

Ég get gefið þér góð ráð sagði Reykvíkingurinn. Ég er ráðgjafi með MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Þú átt að veiða meira. Þá færð þú meiri afla og getur keypt þér stærri bát og þá veiðir þú enn meira. Síðan getur þú keypt heilan flota af bátum og þá ertu ekki lengur háður því að selja í gegnum milliliði en getur verslað beint við verksmiðjurnar, sett upp verksmiðjur og jafnvel ráðið markaðnum. Þá þarftu ekki lengur að búa hér heldur getur þú flutt suður.

Hvað tekur þetta langan tíma? spurði veiðimaðurinn.

Svona 20-25 ár. En hvað svo? spurði veiðimaðurinn.

- Þá kemur stóra stundin, sjáðu til. Þú breytir fyrirtækinu í hlutafélag, ferð á markað og selur og stendur uppi með marga milljarða.

- Já, sagði veiðimaðurinn en hvað svo?

Reykvíkingurinn varð dálítið hugsi en sagði síðan: Þá flytur þú í lítið þorp, sefur frameftir á morgnana, fiskar dálítið, leikur við börnin, tekur "siesta" með konunni, röltir á kvöldin niður í þorpið og færð þér vínglas og leikur á gítar með vinum þínum.!!!

mánudagur, maí 19, 2008

Komin úr dvala


Blessuð og sæl öll sömul :O)

Eftir "nettar" ábendingar á bekkjarmótinu sl. helgi þess eðlis að ég væri ekki alveg að standa mig í blogginu var nú bara ekki hægt annað en að taka upp þráðinn.

Ég var búin að bíða spennt e. því að sjá hvað strákarnir væru orðnir kallalegir og stelpurnar kellingalegar en viti menn ´93 árgangurinn er eins og eðal koníak. Strákar þið hafið aldrei verið myndalegri og stelpur við erum allar skutlur!! Ef þið trúið mér ekki þá getið þið skoðað myndirnar á myndasíðunni hér til hliðar.

Talandi um myndir, Hafdís ég fann gamlar myndir af okkur í hesthúsinu með þeim Svarta-Pétri og Guddu. Sendi til þín um leið og ég kemst í skanna :O)

Því miður þá náði ég ekki að tala við eins marga og ég hefði kosið en náði þó að tala við vel flesta. Eftir að hafa hlustað á Einar Karl og Ósk segja frá slysinu sem þú lentir í Einar sl. sumar og vitandi það að þú ert komin aftur til starfa í sama starfið og opnar enn lokið sem nánast sprengdi þig í loft upp fær mig til að velta því fyrir mér hvaðan þú færð kjarkinn til að halda ótrauður áfram í starfi þínu.

Í morgun þegar ég mætti í vinnuna, á 6 hæð í Borgartúninu, varð mér litið út um gluggan. Við mér blöstu einir 8 byggingakranar hímandi yfir Sætúninu og 101 Skuggahverfi. Mér varð hugsað til þín Maggi Más, hvernig er að sitja þarna uppi í hífandi roki og stjórna þessu risa tæki? Þetta er ekkert grín, með gríðarlegar þyngdir á króknum sem sveiflast eins og pendúll!

Ein vinsælasta spurning bekkjarmótsins var án efa hvað ert þú að gera í dag? Eitt svarið sem ég fékk var "ég er bara í barneignafríi" Adda mín, ég hef aldrei heyrt um 3ja barna móðir sem er bara í fríi!

Daði Hrafn, BootCamp. Hvað ertu búinn að plata mig út í!!!

Þetta var ógleymanlegt kvöld, hlakka til að hitta ykkur öll að 5 árum liðnum.
Knús og kossar
Edda Kamilla

sunnudagur, febrúar 17, 2008

Karlmenn!

Sverrir var eitt sinn á gangi á Laugaveginum þegar hann sá Berg vin sinn koma akandi á splunkunýjum jeppa. Bergur stoppaði að sjálfsögðu hjá honum og veifaði glottandi til hans. Sverrir gekk upp að bílnum. "Hvar í ósköpunum fékkstu eiginlega þennan jeppa?" spurði hann hissa. "Hún Stína gaf mér hann" svaraði Bergur glaðbeittur. "Gaf hún þér nýjan jeppa?" át Sverrir upp eftir honum. "Hvers vegna í ósköpunum?"
"Ég skal bara segja þér hvað gerðist,"sagði Bergur. "Við vorum í bíltúr um daginn, einhvers staðar uppi sveit . Allt í einu ók Stína út af veginum, setti jeppan í fjórhjóladrifið og keyrði eitthvað langt út í móa. Þegar hún var búinn að skröltast yfir hóla og hæðir stoppaði hún bílinn, fór út og klæddi sig úr öllum fötunum, lagðist á jörðina og sagði: "Beggi minn taktu það sem þú vilt!" "Svo ég tók jeppann." "Þú ert bráðsnjall," sagði Sverrir og kinkaði kolli. "Fötin hefðu hvort sem er aldrei passað á þig.

Hehehehehe...

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Á leiðinni heim...

Alltaf er maður jú á leiðinni heim en þeir eru óútreiknanlegir krókarnir sem verða á vegi manns. Síðastliðið sumar ákvað ég að flytja heim í Eyjafjörðin og var alveg harð ákveðin. Sendi hestana heim í sveitina og skráði mig á ráðningaþjónustur með skýrum og skilmerkilegum hætti að ég væri að leita mér að framtíðarstarfi á Akureyri. Eitthvað fóru sú fyrir mæli fyrir ofan garð og neðan hjá einni ráðningaþjónustunni og var ég boðuð í atvinnuviðtal fyrir starf í Reykjavík. Á þessi mistök leit ég á sem gott tækifæri til þess að æfa mig fyrir atvinnuviðtöl á Eyjafjarðarsvæðinu og skellti mér í viðtalið. Viti menn! Edda tók tilboðinu og er alveg alsæl í nýju vinnunni, í höfuðborginni. Já ég kem víst ekki alveg strax heim en leiðin liggur alltaf þangað.

Nú skil ég stráin

Nú skil ég stráin, sem fönnin felur
og fann þeirra vetrarkvíða.
Þeir vita það best, sem vin sinn þrá,
hve vorsins er langt að bíða.

Að haustnóttum sá ég þig sigla burtu,
og svo komi hinn langi vetur.
Þótt vald hans sé mikið, veit ég þó,
að vorið, það má sín betur.

Minningin talar máli hins liðna,
og margt hefur hrunið til grunna...
Þeir vita það best, hvað vetur er,
sem vorinu heitast unna.

En svo fór loksins að líða að vori
og leysa mjallir og klaka.
Ég fann, að þú varst að hugsa heim
og hlaust að koma til baka.

Þú hlýtur að vera á heimleið og koma
með heita og rjóða vanga,
því sólin guðar á gluggann minn,
og grasið er farið að anga.

Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
1895-1964

fimmtudagur, janúar 31, 2008

Snjöll sú gamla...

Einu sinni var gömul kona að ganga niður götu með tvo troðfulla ruslapoka.
Lögreglumaður stóð þarna rétt hjá og tók eftir því að það var gat á öðrum pokanum og 5000 kr seðlar flugu úr pokanum endrum og eins. eitthvað fannst honum þetta dularfullt og gekk upp að konunni 'góðan daginn væna mín' sagði hann 'hefur þú tekið eftir því að það eru 5000 kr seðlar fjúkandi úr pokanum þínum?' konan stoppar og lítur bak við sig og sér seðlana á víð og dreif um götuna 'Æ þakka þér fyrir væni minn'
stundi í konunni 'Ég ætti nú að drífa mig í að taka þá upp' En þegar hún ætlar að leggja af stað að týna upp seðlana stöðvar lögregluþjónninn hana 'Engan asa væna mín, hvernig stendur eiginlega á því að þú ert með fullann ruslapoka af fimm þúsund köllum? varstu að ræna banka?' Gamla konan brosti 'nei það gerði ég nú ekki en það vill svo til að bak við garðinn minn er stór fótboltavöllur og alltaf þegar mikilvæg mót eru í gangi að þá koma oft ungir menn og míga í blómabeðin hjá mér svo ég tók upp á því að standa þarna með garðklippurnar og segja '5000 kr. eða ég klippi hann af' 'jahá..
þetta er áhugaverð hugmynd' sagði lögregluþjóninn hugsi '..en hvað ertu með í hinum pokanum?'

'Það eru ekki allir sem borga...'

fimmtudagur, janúar 17, 2008

Byrjuð í nýju vinnunni

Á miðvikudag byrjaði ég í nýju vinnunni minni hjá VBS og leggst hún vel í mig. Einu sinni í viku förum við vinnufélagarnir saman í hádeginu og spilum fótbolta. Eftir fyrstu 15 min. stóð ég bókstaflega á öndinni, úff og til að toppa þetta endanlega lét ég hafa mig út í það að skrá mig á fótboltamót á Akureyri um þar næstu helgi. En það verður gott að renna fram í sveit og knúsa hestana :o) Núna um helgina verður haldið að Flúðum í sumarbústað. Þar ætlum við stelpurnar að hittast líkt og undan farin ár. Ég hlakka til að hitta ykkur Sínur.

fimmtudagur, janúar 10, 2008

Úlfur afi hefur kvatt


Um klukkan 11 í morgun kvaddi Úlfur afi jarðneskt líf. Minning hans mun lifa í hjarta okkar. Blessuð sé minning hans.

Uppfærsla

Á ýmsu hefur dunið frá síðustu færslu, enda um 3 mánuðir liðnir. Prófum er lokið og gengu þau ekki alveg eins og áætlað var :o/ Þessa önnina verð ég aðeins að skrifa B.Sc ritgerðina en við verðum tvær sem skrifum hana saman. Ég er svo heppin með að hafa hana Gunni með mér í ritgerðarskrifunum, hún er alveg frábær! Við hittum leiðbeinandan okkar í fyrsta skipti í dag, en við erum svo lánsamar að fá hann Jón Sigurðsson. Maður fann það vel á fyrsta fundi að þarna er vanur leiðbeinandi á ferð.

Ég er búin að vera vinna hjá SPRON með skólanum en er núna farin að huga að framtíðarstarfi. Mest af öllu þá langar mig að flytja norður, já sveitin togar. En auðvitað vega og þættir líkt og tækifæri til starfsreynslu og laun miklu um val á starfi. Ekkert er jafn óspennandi og að hjakka í sama farinu um ókomandi ár.

Á nýju ári eru hestarnir mínir orðnir aðeins þrír, Blesi, Straumur og Máni. Hann Logi var felldur í Hólakoti eftir að hafa slasast illa á fæti, samkvæmt dýralækni var ekkert annað hægt að gera. Blessuð sé minning hans. Klárarnir mínir þrír búa við gott atlæti í Ysta-Gerði.

Árið 2008 byrjar með óvissunni, hlakka til að vita hvaða tækifæri bíða handan við hornið :o)