fimmtudagur, janúar 31, 2008

Snjöll sú gamla...

Einu sinni var gömul kona að ganga niður götu með tvo troðfulla ruslapoka.
Lögreglumaður stóð þarna rétt hjá og tók eftir því að það var gat á öðrum pokanum og 5000 kr seðlar flugu úr pokanum endrum og eins. eitthvað fannst honum þetta dularfullt og gekk upp að konunni 'góðan daginn væna mín' sagði hann 'hefur þú tekið eftir því að það eru 5000 kr seðlar fjúkandi úr pokanum þínum?' konan stoppar og lítur bak við sig og sér seðlana á víð og dreif um götuna 'Æ þakka þér fyrir væni minn'
stundi í konunni 'Ég ætti nú að drífa mig í að taka þá upp' En þegar hún ætlar að leggja af stað að týna upp seðlana stöðvar lögregluþjónninn hana 'Engan asa væna mín, hvernig stendur eiginlega á því að þú ert með fullann ruslapoka af fimm þúsund köllum? varstu að ræna banka?' Gamla konan brosti 'nei það gerði ég nú ekki en það vill svo til að bak við garðinn minn er stór fótboltavöllur og alltaf þegar mikilvæg mót eru í gangi að þá koma oft ungir menn og míga í blómabeðin hjá mér svo ég tók upp á því að standa þarna með garðklippurnar og segja '5000 kr. eða ég klippi hann af' 'jahá..
þetta er áhugaverð hugmynd' sagði lögregluþjóninn hugsi '..en hvað ertu með í hinum pokanum?'

'Það eru ekki allir sem borga...'

fimmtudagur, janúar 17, 2008

Byrjuð í nýju vinnunni

Á miðvikudag byrjaði ég í nýju vinnunni minni hjá VBS og leggst hún vel í mig. Einu sinni í viku förum við vinnufélagarnir saman í hádeginu og spilum fótbolta. Eftir fyrstu 15 min. stóð ég bókstaflega á öndinni, úff og til að toppa þetta endanlega lét ég hafa mig út í það að skrá mig á fótboltamót á Akureyri um þar næstu helgi. En það verður gott að renna fram í sveit og knúsa hestana :o) Núna um helgina verður haldið að Flúðum í sumarbústað. Þar ætlum við stelpurnar að hittast líkt og undan farin ár. Ég hlakka til að hitta ykkur Sínur.

fimmtudagur, janúar 10, 2008

Úlfur afi hefur kvatt


Um klukkan 11 í morgun kvaddi Úlfur afi jarðneskt líf. Minning hans mun lifa í hjarta okkar. Blessuð sé minning hans.

Uppfærsla

Á ýmsu hefur dunið frá síðustu færslu, enda um 3 mánuðir liðnir. Prófum er lokið og gengu þau ekki alveg eins og áætlað var :o/ Þessa önnina verð ég aðeins að skrifa B.Sc ritgerðina en við verðum tvær sem skrifum hana saman. Ég er svo heppin með að hafa hana Gunni með mér í ritgerðarskrifunum, hún er alveg frábær! Við hittum leiðbeinandan okkar í fyrsta skipti í dag, en við erum svo lánsamar að fá hann Jón Sigurðsson. Maður fann það vel á fyrsta fundi að þarna er vanur leiðbeinandi á ferð.

Ég er búin að vera vinna hjá SPRON með skólanum en er núna farin að huga að framtíðarstarfi. Mest af öllu þá langar mig að flytja norður, já sveitin togar. En auðvitað vega og þættir líkt og tækifæri til starfsreynslu og laun miklu um val á starfi. Ekkert er jafn óspennandi og að hjakka í sama farinu um ókomandi ár.

Á nýju ári eru hestarnir mínir orðnir aðeins þrír, Blesi, Straumur og Máni. Hann Logi var felldur í Hólakoti eftir að hafa slasast illa á fæti, samkvæmt dýralækni var ekkert annað hægt að gera. Blessuð sé minning hans. Klárarnir mínir þrír búa við gott atlæti í Ysta-Gerði.

Árið 2008 byrjar með óvissunni, hlakka til að vita hvaða tækifæri bíða handan við hornið :o)