mánudagur, febrúar 26, 2007

Myndir

Já, loksins lærði ég að setja inn myndir. Fékk reyndar góða hjálp frá Öllu, Alla þú myndir sóma þig vel í tæknilegu aðstoðinni :) Takk fyrir hjálpina. Þær eru komnar nokkrar inn og fleiri koma seinna. Ætla einnig að ath hvort að ekki sé hægt að koma inn stuttum myndbrotum sem ég hef náð að taka á símann. Jebbs, þið leynist víða fórnarlömb símans minns. He,he,he.

Tók eitt stykki skyndipróf í vinnusálfræðinni í dag og gekk held ég bara vel :) Hitti Hörpu frænku fyrir utan stofuna eftir prófið en hún smellti sér á námskeið upp í skóla. Ekki að spyrja að dugnaðinum á þeim bænum. Gangi þér vel kæra frænka.

1 ummæli:

Jökulnornin sagði...

þetta er flott síða hjá þér Edda! Skemmtilegar myndir :o)