laugardagur, september 22, 2007

Íslensk tunga...

...hefur verið töluvert í umræðunni í vikunni þar sem vangaveltur hafa verið uppi um hvort að "stórfyrirtæki" íslands muni taka upp ensku sem innanhúss tungumál. Sitt sýnist nú hverjum og átti ég athyglivert samtal við einn vinnufélagan minn sem stundar nám í þýðingafræðum. Þótti henni það nú ekki mikið að Landsbankinn myndi ráða til sín þýðendur sem færu í gegnum alla pósta fyrirtækisins, sem vörðuðu þau störf sem eru þar unnin, og láta þýða þá þannig að þeir væru bæði á íslensku og ensku (fyrir útlendinganna). Ég hugsaði bara "VÁ, hvað ætli það séu margir póstar!" En svona þar fyrir utan, hver erum við að setja slíkar kröfur á alþjóðlegt fyrirtæki, líkt og Landsbankinn er? Væri okkur ekki betra að líta okkur nær? Ganga á undan komandi kynslóðum með góðu fordæmi, með vel mæltri íslenska tungu? Við ætlumst til að þeir sem flytja inn í landi okkar sýni þá kurteisi að læra málið okkar, og hvað gerum við? Svörum þeim á ensku!! Við þurfum að líta okkur nær. Hvernig er það með fjölmiðlana okkar? Við látum okkur varða eignarhald þeirra en gerum við kröfur um íslenskt málfar þeirra? Nei, hef ekki orðið vör við það. Við þurfum að líta okkur nær. Gagnrýnum við þingmenn okkar fyrir málfar þeirra og orðaforða? Nei, við segjum bara Guðna Ágústsson tala skringilega. Við þurfum að líta okkur nær. Gætum byrjað á því að lesa skáldin okkar líkt og hann Guðni ráðleggur í Blaðinu í dag. Læt hér fylgja Stökur Jónasar Hallgrímssonar, svona til gamans.

Enginn grætur Íslending
einan sér og dáinn.
Þegar allt er komið í kring,
kyssir torfa náinn.

Mér er þetta mátulegt,
mátti vel til haga,
hefði ég betur hana þekkt,
sem harma ég alla daga.

Lifðu sæl við glaum og glys,
gangi þér allt í haginn.
í öngum mínum erlendis
yrki ég skemmsta daginn.

Sólin heim úr suðri snýr,
sumri lofar hlýju.
Ó, að ég væri orðinn nýr
og ynni þér að nýju!

1 ummæli:

Jökulnornin sagði...

Heyr heyr!